<$BlogRSDURL$>

Friday, October 08, 2004

Langt á undan minni samtíð
Vorið 2002 benti ég á, í blaðagrein í Morgunblaðinu, hversu mikil slysagildra gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrabrautar væru. Var í greininni lýst yfir undrun á því að Error-listinn skyldi hafa tekið áætlanir um mislæg gatnamót út úr framtíðarskipulagi borgarinnar eftir að hann komst til valda árið 1994. Error-listinn hefur í sjálfu sér lítið gert í þessu máli síðan, nema þá helst að halda því fram að flest slysin á þessum gatnamótum eigi sér stað að næturlagi og að með mislægum gatnamótum muni umferðarþunginn bara færast niður á gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar!!! Mikill úlfaþytur var vegna þessa máls í fjölmiðlum um daginn eða rúmlega tveimur árum eftir að ég skrifaði þessa skemmtilegu grein í Moggann. Sannast því enn hið fornkveðna að enginn er spámaður í eigin föðurlandi ef hann er langt á undan sinni samtíð! Vegna þessara umferðarvangaveltna þá frábið ég mér öll komment og háðsglósur varðandi einbreiðar og tvíbreiðar brýr.
Passið ykkur á myrkrinu og bílunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?