<$BlogRSDURL$>

Wednesday, October 06, 2004

Lobbyismi á Íslandi
Gærdagurinn var kostnaðarsamur fyrir félagsmenn í Öryrkjabandalagi Íslands. Bandalagið var nefnilega með heilsíðuauglýsingu í öllum þremur dagblöðum landsins. Samkvæmt heimildum mínum gæti kostnaðurinn við það verið í kringum milljón. Hagsmunasamtök og þrýstihópar á Íslandi eru í æ ríkari mæli farnir að setja pening og krafta í að lobbya fyrir almenningsálitinu. Ekki er óeðlilegt að slíkir hópar beiti sér gegn yfirvöldum og viðsemjendum sínum þegar svo ber undir en dýrar auglýsingaherferðir eru kannski annar handleggur. Þá er væntanlega verið að reyna að ná athygli einhverra annara. Ég velti því fyrir mér hvort Öryrkjabandalagið gæti ekki nýtt 1 milljón króna á betri hátt fyrir félagsmenn sína heldur en í þrjár blaðaauglýsingar sem innihéldu eina setningu hver.
Passið ykkur á myrkrinu og lobbyisma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?