<$BlogRSDURL$>

Monday, October 25, 2004

Mikael og ættleiðingin
Voru einhverjir fleiri en ég sem sáu Bjarna Harðarson lesa yfir Mikael Torfasyni í Silfrinu fyrir viku? Ég hef nú bara gleymt að minnast á þetta hér á Bloggi fólksins þar sem ég hef verið eitthvað svo and(setinn)laus. Þvílík ræða og það live on national tv. Hefði vafalaust verið klippt sundur og saman ef stamið hans Egils væri ekki í beinni. Bjarni er greinilega ekki hrifinn af ritstjórnarstefnu DV frekar en Fáfnir og las yfir Mikael og sagði að hann ætti að kunna að skammast sín. Bjarni var ekkert að hengja sig í að vera málefnalegur og sagði að fyrst Mikael ritstýrði slíku blaði blákalt, þá væri hann algerlega óhæfur til þess að ala upp börn! Eina sem Mikael gat sagt við þessu (ekki það að hann sé mjög mælskur að jafnaði) var: "Ertu að reyna að ættleiða börnin mín?" Það má vel vera að þessi sé Mikael drullusokkur yfir meðallagi en mér fannst þetta nú ekki vera Bjarna til sóma, en hann getur nú oft verið skemmtilegur í umræðum sem þessum.
Passið ykkur á myrkrinu og DV.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?