Thursday, October 21, 2004
Munnmælasögur #2
Hinum splunkunýja lið Munnmælasögur verður nú haldið áfram en þessi saga hefur birst í commentum hér á síðunni og verður nú haldið til haga þar sem gömul comment virðast eyðast upp eins og kveikiþráður.
Síðastliðið vor héldu fjórir vaskir menn frá Orkubúi Vestfjarða yfir hafið til Bítlaborgarinnar Liverpool enda miklir stuðningsmenn samnefnds knattspyrnuliðs. Með í för voru meðal annars Halldór Magnússon (HáEmm) og Reynir nokkur Helgason (pabbi Tomma). Voru þeir úti á lífinu og biðu eftir leigubíl fyrir utan skemmtistað. Eftir DRYKKlanga stund voru þeir orðnir fremstir í röðinni og loks kemur leigari og stoppar hjá þeim. Ryðst þá snaggaralegur kappi fram fyrir þá, fremur stuttur í annan endann og rokfínn til fara. Þegar hann er á góðri leið með að stela frá þeim bílnum, grípur Reynir þéttingsfast í öxlina á honum og segir hrjúfum rómi: "Hold your horses". Eins og sönnum Vestfirðingum sæmir létu Orkubúsmenn ekki bjóða sér slíka hegðun og tóku bílinn eftir að Reynir hafði bremsað manninn af. Leigubílstjóranum var verulega skemmt og sagði þeim að hann væri mikill stuðningsmaður Everton liðsins og hann hefði ekki í annan tíma séð framherja þeirra Tomas Radzinski fá aðra eins meðferð eins og þarna! Radzinski er nú fluttur búferlum úr borginni.
Passið ykkur á myrkrinu og OrkuBÚSmönnum.
Hinum splunkunýja lið Munnmælasögur verður nú haldið áfram en þessi saga hefur birst í commentum hér á síðunni og verður nú haldið til haga þar sem gömul comment virðast eyðast upp eins og kveikiþráður.
Síðastliðið vor héldu fjórir vaskir menn frá Orkubúi Vestfjarða yfir hafið til Bítlaborgarinnar Liverpool enda miklir stuðningsmenn samnefnds knattspyrnuliðs. Með í för voru meðal annars Halldór Magnússon (HáEmm) og Reynir nokkur Helgason (pabbi Tomma). Voru þeir úti á lífinu og biðu eftir leigubíl fyrir utan skemmtistað. Eftir DRYKKlanga stund voru þeir orðnir fremstir í röðinni og loks kemur leigari og stoppar hjá þeim. Ryðst þá snaggaralegur kappi fram fyrir þá, fremur stuttur í annan endann og rokfínn til fara. Þegar hann er á góðri leið með að stela frá þeim bílnum, grípur Reynir þéttingsfast í öxlina á honum og segir hrjúfum rómi: "Hold your horses". Eins og sönnum Vestfirðingum sæmir létu Orkubúsmenn ekki bjóða sér slíka hegðun og tóku bílinn eftir að Reynir hafði bremsað manninn af. Leigubílstjóranum var verulega skemmt og sagði þeim að hann væri mikill stuðningsmaður Everton liðsins og hann hefði ekki í annan tíma séð framherja þeirra Tomas Radzinski fá aðra eins meðferð eins og þarna! Radzinski er nú fluttur búferlum úr borginni.
Passið ykkur á myrkrinu og OrkuBÚSmönnum.