<$BlogRSDURL$>

Saturday, October 23, 2004

Nýbylgjan og loftöldur
Ég grét í koddann yfir því að hafa ekki komist á ísfirsku nýbygjuna um daginn en ég var reyndar löglega afsakaður þar sem ég var kallaður út í vinnu fyrir Moggann. Svo ætlaði ég að bæta mér það upp með því að skella mér á Íslensku loftöldurnar en þá var orðið uppselt. Maður er eitthvað seinheppinn þessa dagana en ég var spenntur yfir því að hlýða á Keane en ég keypti diskinn þeirra fyrr í haust. Merkilegt tríó, píanó, trommur og raddbönd - enginn gítar og enginn bassi. Þetta hlýtur að vera óvenjulegt.
Passið ykkur á myrkrinu og poppinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?