<$BlogRSDURL$>

Monday, October 11, 2004

Nemendafélag í nauðvörn
Maður á erfitt með að átta sig á því hvernig skólameistari MÍ getur komist að þeirri niðurstöðu að Nemendafélag MÍ eigi ekki að skipuleggja almennar skemmtanir nemanda skólans eins og hún sagði berum orðum í BB í dag. Hún sagði reyndar einnig að málið væri í skoðun og að nemendur yrðu hafðir með í ráðum hvernig best væri að skipuleggja slíkar skemmtanir. Þó er ljóst að Skrallið fellur niður en það hefur verið fastur liður á haustin frá því Vesfirskir Gleðipinnar voru allsráðandi í MÍ. Hugmyndin að Skrallinu fæddist einmitt þegar Ásgeir bróðir, Dóri Mag og fleiri voru á rúntinum og vantaði viðburð þegar heilt fótboltalið af stelpum var að koma vestur. Var fyrsta skrallið haldið í Félagsheimilinu í Bolungarvík sem lét nokkuð á sjá eftir þennan menningarviðburð.
Passið ykkur á myrkinu og Skrallinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?