<$BlogRSDURL$>

Friday, October 15, 2004

Nonni og Manni
DJ Base vitnar í mig á blogginu sínu og talar um rafvirkjapoppslag sem mikið er spilað á öldurhúsum þessa dagana. Þetta er eitt af þeim lögum sem límist einkar auðveldlega á heilann á manni og ekki bætir gífurleg spilun úr skák. Ég skil ekki orð af því sem þessir menn segja en þó heyrist mér þeir segja í millikaflanum: "O sei sei, sei sei - Nonni og Manni hei." Ég komst síðan að því að kapparnir eru rúmenskir og hafa þeir síðan verið í miklu uppáhaldi, enda er eitthvað geysilega fallegt við það að vera (tónlistar)maður frá Rúmeníu. Ekki minnkaði gleði mín er ég sá myndbandið þar sem þessir kappar standa á flugvélavæng og eru að springa úr hamingju í hvítu buxunum sínum.
Passið ykkur á myrkrinu og límheilalögum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?