<$BlogRSDURL$>

Friday, October 01, 2004

Ráp á stjórnarandstöðunni
Mér skilst að flestir þingmanna stjórnarandstöðunnar hafi yfirgefið þingsalinn í dag undir ræðu Blöndalsins í einhverju skyni sem kennt er við mótmæli. Sögðu einhverjir þeirra að ekki væri hægt að sitja undir sleggjudómum, órökstuddum fullyrðingum og þess háttar málflutningi. Hafa þeir þar með fundið ástæðu þess að svo fáir Ráðherrar sitja að jafnaði undir málflutningi sjórnarandstöðunnar í þinginu. Ég frétti að Helgi Hjörvar, Möddi og Einar Már hafi verið fyrstir til þess að yfirgefa salinn. Sjaldan eða aldrei hefur orðatiltækið "Farið hefur fé betra" átt jafn vel við og þá.
Passið ykkur á myrkrinu og stjórnarandstöðunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?