<$BlogRSDURL$>

Friday, October 15, 2004

Séra Gaupi
Fátt fer meira í taugarnar á mér en þegar íþróttafréttamenn Stöðvar2 (að Adda bold undanskildum) fara með hugvekjur eftir tapleiki fótsparks- og handkasts landsliða Íslands. Nú síðasta predikaði Séra Gaupi og tók einnig rispu við Logann Ólafs hjá Þórhönnu og Jórhalli. Ekki get ég sagt að ég hafi hrifist af leik landsliðsins í haust en þegar Gaupi byrjar að taka sjálfan sig hátíðlega þá bara fer samúð mín með hans málstað út í veður og vind. Auk þess er hræsnin svo augljós, einungis sumir landsliðsþjálfarar eru teknir fyrir. Aðrir eru stikkfrí burt séð frá árangri. En varðandi Svíaleikinn þá prísar maður sig sælann fyrir að Ísland skyldi spila stífann varnarleik, ég býð hreinlega ekki í það ef liðið hefði EKKI spilað varnarleik.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?