<$BlogRSDURL$>

Friday, October 22, 2004

Trallið bjargar Skrallinu
Nokkrir vaskir drengir úr MÍ hafa tekið sig til og ákveðið að standa fyrir dansleik (16 ára balli) um helgina á Suðureyri. Hefur við(bjóðurinn)burðurinn fengið nafnið Trallið. (Ég minnist þess að hafa eitt sinn farið á Skrallið í samkomuhúsinu á Suðureyri og bar það helst til tíðinda að Jón frá Dröngum æsti upp eins og nokkra ísfirskra dópsala. Kom það í minn hlut að greiða úr flækjunni með diplómatískum og yfirveguðum aðgerðum.) Forsprakki og talsmaður hópsins er enginn annar en stórrokkarinn og tankurinn Birgir Olgeirsson sem hefur ekki óskað nafnleyndar. Líður mér vel yfir þessu framtaki þeirra þar sem sárt hefði verið að horfa á eftir ungmennadrykkju í Menntaskólanum. MÍ verður jú að vera samkeppnisfær við aðra framhaldsskóla landsins og það er hann ekki ef félagslífið er borið uppi af rímnakvöldum Skólameistarans. (Ussssss það er hlaupinn einhver prakkari í síðuhaldara, nú mun Frú Margrét skamma mig).
Passið ykkur á myrkrinu og rímnakvöldum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?