<$BlogRSDURL$>

Sunday, October 31, 2004

Ungdómurinn
Ég botna ekkert í unga fólkinu nú til dags. Þau keppast um að lýsa því yfir í fjölmiðlum hvað þau sakni þess að vera í skólanum og hversu mikið þeim leiðist í verkfallinu. Í mínu ungdæmi var slíkt vanþakklæti hvergi sjáanlegt og krakkar voru almennt reglulega ánægð með að vera í verkfalli. Ég hefði ekki átt annað eftir en að koma fram í fjölmiðlum og óska eftir því að komast sem fyrst í skyldunámið.
Passið ykkur á myrkrinu og ungviðinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?