Wednesday, November 03, 2004
Biggi heitur
Birgir Leifur byrjaði glæsilega á fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék á 67 höggum í Valencia í dag og er því á 5 höggum undir pari. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið, þá er hann búinn að fara í gegnum 1. stigið þar sem spilaðar voru 72 holur. Núna spila um 250 kylfingar á þremur völlum og 30 efstu eftir 72 holur á hverjum velli komast á 3. stigið sem fram fer eftir einungis tvær vikur eða svo. Þar koma reyndari kappar inn í keppnina sem hafa verið að leika á mótaröðinni en þurfa að komast aftur inn vegna slælegs gengis. Þar spila allir á sama vellinum og keppendafjöldi verður skorinn niður eftir 72 holur - þeir sem eftir eru spila 36 holur til viðbótar og þurfa því að spila sex daga í röð. Að þessu loknu þarf Birgir að vera á meðal 30 efstu að ég held til þess að öðlast fullann þáttökurétt á mótaröðinni næsta árið. Einfalt, ekki satt?
Passið ykkur á myrkrinu.
Birgir Leifur byrjaði glæsilega á fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Hann lék á 67 höggum í Valencia í dag og er því á 5 höggum undir pari. Fyrir þá sem ekki þekkja fyrirkomulagið, þá er hann búinn að fara í gegnum 1. stigið þar sem spilaðar voru 72 holur. Núna spila um 250 kylfingar á þremur völlum og 30 efstu eftir 72 holur á hverjum velli komast á 3. stigið sem fram fer eftir einungis tvær vikur eða svo. Þar koma reyndari kappar inn í keppnina sem hafa verið að leika á mótaröðinni en þurfa að komast aftur inn vegna slælegs gengis. Þar spila allir á sama vellinum og keppendafjöldi verður skorinn niður eftir 72 holur - þeir sem eftir eru spila 36 holur til viðbótar og þurfa því að spila sex daga í röð. Að þessu loknu þarf Birgir að vera á meðal 30 efstu að ég held til þess að öðlast fullann þáttökurétt á mótaröðinni næsta árið. Einfalt, ekki satt?
Passið ykkur á myrkrinu.