<$BlogRSDURL$>

Friday, November 05, 2004

Birgir heldur uppteknum hætti
Birgir Leifur hélt uppteknum hætti í gær og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Þetta er ótrúlegt skor: 67 og 69. Til samanburðar má geta þess að vinur minn Orri hnitstrumpur er að leika 9 holurnar á 61 höggi og þykir hann þó vera með allra flinkustu kylfingum sem Grundfirðingar hafa borið augum. Skagamaðurinn geðþekki Hlöðver Cobra uppfærir nú heimasíðu Bigga í erg og gríð ef þið viljið fylgjast með gangi mála.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?