Sunday, November 21, 2004
Eitt högg
Birgir Leifur var grátlega nálægt því að komast á evrópsku mótaröðina. Hlýtur að vera svekkjandi að vera aðeins einu höggi frá því eftir sex daga spilamennsku þar sem hann sló yfir 400 högg. Til þess að æra óstöðugann þá hefur hann lent í þessu áður, þ.e.a.s árið 2001 muni einnig aðeins einu höggi að hann næði takmarkinu. Hann er hins vegar búinn að afreka mikið á árinu: Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni, Íslandsmeistari í sveitakeppni með GKG, Stigakóngur Toyota mótaraðarinnar, vann sér inn þáttökurétt á sænsku mótaröðinni og var mjög nálægt því að vinna sér þáttökurétt á opna breska meistaramótinu (elsta golfmóti í heimi).
Passið ykkur myrkrinu.
Birgir Leifur var grátlega nálægt því að komast á evrópsku mótaröðina. Hlýtur að vera svekkjandi að vera aðeins einu höggi frá því eftir sex daga spilamennsku þar sem hann sló yfir 400 högg. Til þess að æra óstöðugann þá hefur hann lent í þessu áður, þ.e.a.s árið 2001 muni einnig aðeins einu höggi að hann næði takmarkinu. Hann er hins vegar búinn að afreka mikið á árinu: Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni, Íslandsmeistari í sveitakeppni með GKG, Stigakóngur Toyota mótaraðarinnar, vann sér inn þáttökurétt á sænsku mótaröðinni og var mjög nálægt því að vinna sér þáttökurétt á opna breska meistaramótinu (elsta golfmóti í heimi).
Passið ykkur myrkrinu.