Wednesday, November 03, 2004
Fáfnismenn
Ég sat ásamt þremur Arsenal mönnum um daginn og fylgdist með leik United og Arsenal í Arsenal-greni eins þeirra. Er skemmst frá því að segja að ég átti fótum mínum fjör að launa í leikslok er þeir Harald, Jón Steinar og Hálfdán breyttust skyndilega í þrjá Fáfnismenn. Komst ég undan þeim við illan leik sökum snerpu og sprengikrafts en hef ekki þorað að birta þetta á Bloggi fólksins fyrr en nú af ótta við hermdaraðgerðir. Þessi færsla er því eins konar trygging fyrir mig.
Passið ykkur á myrkrinu.
Ég sat ásamt þremur Arsenal mönnum um daginn og fylgdist með leik United og Arsenal í Arsenal-greni eins þeirra. Er skemmst frá því að segja að ég átti fótum mínum fjör að launa í leikslok er þeir Harald, Jón Steinar og Hálfdán breyttust skyndilega í þrjá Fáfnismenn. Komst ég undan þeim við illan leik sökum snerpu og sprengikrafts en hef ekki þorað að birta þetta á Bloggi fólksins fyrr en nú af ótta við hermdaraðgerðir. Þessi færsla er því eins konar trygging fyrir mig.
Passið ykkur á myrkrinu.