<$BlogRSDURL$>

Saturday, November 27, 2004

Forræðishyggjan og hjarðmennskan
Fyrir ekki svo ýkja löngu síðan rifjaði ég upp myndina Demolition Man með Stallone og Wesley Snipes sem ég hafði séð fyrir tíu árum síðan eða svo. Ekki Óskarsverðlunamynd en engu að síður þá hefur hún fínan boðskap sem ég var ekki að fatta á sínum tíma. Í myndinni hefur forræðishyggja fengið að njóta sín og borgarsamfélagið (gamla LA) fylgir hjarðmennskuforskrift. Það sem er óhollt hefur verið bannað eins og hamborgarar, áfengi og fleira. Einnig eru sektir og viðurlög við því að bölva og gera hluti sem ekki eru uppbyggilegir fyrir heildina. Þó að forræðishyggjan hafi fengið að ganga ansi langt í myndinni þá er hún engu að síður góð viðvörun því sjónarmið forræðishyggju er mjög sterk í dag. Þó svo að ekki sé verið að tala um að banna hamborgara núna, þá gæti það alveg eins gerst þegar búið verður að banna áfengi, súlustaði, sígarettur, og m og m gotterí. Það eru einungis örfáir frjálshyggjudindlar eins og ég sem reyna að malda í móinn.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?