Friday, November 12, 2004
Lengi getur vont versnað
Error-listinn hefur komist að niðurstöðu. Steinunn Valdís skal það vera heillin, vegna reynslu sinnar af borgarmálum. Fréttablaðið lagði sín lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttu Dags B. Eggertssonar er það birti æviágrip hans og fullyrti að hann yrði næsti borgarstjóri. Fyrir þá lesendur sem ekki kannast við Dag þá er hann eins mannns stjórnmálaafl, á mikið af þröngum skyrtum og er stórvinur Gumma Steingríms á Fréttablaðinu. Enda tók Fréttablaðið það sérstaklega fram að Dagur hefði ritað þrjá doðranta um pabba áðurnefnds Gumma. Það eitt að nenna að sitja undir þremur bókum af Steingrími Hermannssyni gerir manninnn óhæfann til flestra verka. Enda fór það svo að ekki náðist samstaða um Dag, frekar en Stefán Jón Einstein. Heyrst hefur að innan Framsóknar og VG sé lítil stemning fyrir því að borgarstjóradjobbið sé notað til þess ala upp Samfylkingarleiðtoga. Í ljósi þessa geta það vart talist góð meðmæli fyrir Steinunni að náðst hafi sátt um hana. En þó hún sé óvinsæl í dag þá mega Framsókn og VG ekki vanmeta vinsældarmátt þess að klippa á borða. Ekki var til að mynda litið á Ingibjörgu Sólrúnu sem einhvern stórpólitíkus fyrr en hún byrjaði að klippa á borða.
Passið ykkur á myrkrinu.
Error-listinn hefur komist að niðurstöðu. Steinunn Valdís skal það vera heillin, vegna reynslu sinnar af borgarmálum. Fréttablaðið lagði sín lóð á vogarskálarnar í kosningabaráttu Dags B. Eggertssonar er það birti æviágrip hans og fullyrti að hann yrði næsti borgarstjóri. Fyrir þá lesendur sem ekki kannast við Dag þá er hann eins mannns stjórnmálaafl, á mikið af þröngum skyrtum og er stórvinur Gumma Steingríms á Fréttablaðinu. Enda tók Fréttablaðið það sérstaklega fram að Dagur hefði ritað þrjá doðranta um pabba áðurnefnds Gumma. Það eitt að nenna að sitja undir þremur bókum af Steingrími Hermannssyni gerir manninnn óhæfann til flestra verka. Enda fór það svo að ekki náðist samstaða um Dag, frekar en Stefán Jón Einstein. Heyrst hefur að innan Framsóknar og VG sé lítil stemning fyrir því að borgarstjóradjobbið sé notað til þess ala upp Samfylkingarleiðtoga. Í ljósi þessa geta það vart talist góð meðmæli fyrir Steinunni að náðst hafi sátt um hana. En þó hún sé óvinsæl í dag þá mega Framsókn og VG ekki vanmeta vinsældarmátt þess að klippa á borða. Ekki var til að mynda litið á Ingibjörgu Sólrúnu sem einhvern stórpólitíkus fyrr en hún byrjaði að klippa á borða.
Passið ykkur á myrkrinu.