<$BlogRSDURL$>

Friday, November 26, 2004

Ljóðahornið Mósaiksglugginn #1
Já góðir lesendur; nýr dagskrárliður. Til þess að gefa Bloggi fólksins enn menningarlegri blæ hyggst ég nú vera með dagskrárliðinn: Ljóðahornið Mósaiksglugginn! Eins og glöggir lesendur geta sagt sér til um þá verða hér birt ljóð eftir alla okkar helstu höfunda, eins og Trausta úr Vík og fleiri fræga. En ég ákvað að byrja á ljóði sem allir þekkja eftir Stormskerið sem einhverra hluta vegna var ekki í Skólajóðunum í gamla daga, en þar svarar hann eilífðarsperningunni í einum kviðlingi:

Tilgangur lífsins
Hver maður birgðar ber,
reynir í bakkann hver,
að klóra.
Í sannleika segi ég þér,
tilgangur lífsins er,
að tóra.
(S.Stormsker)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?