<$BlogRSDURL$>

Saturday, November 13, 2004

Munnmælasögur#3
Þessai ágæta bolvíska þjóðsaga átti sér stað í Víkinni fyrir mörgum árum síðan þegar faðir minn Jón Friðgeir var formaður sóknarnefndar. Gunnar Hallsson (Dr. Gunni), faðir Gumma vinar míns, var um tíma meðhjálpari í kirkjunni og vann auk þess í búðinni hjá pabba. Einhverju sinni háttar svo til að foreldrar mínir ákáðu að skella sér út fyrir landsteinanna og var ritstjóranum ykkar kippt með. Systkini mín Magga og Einar bjuggu fyrir sunnan og því var Ásgeiri Þór ekkert að vandbúnaði að halda eina af sínum margfrægu svallveislum á Traðarstígnum. Ásgeir var að vinna með Gunnari í búðinni og tók meðhjálparinn eftir því hvernig lundin léttist hjá Ásgeiri eftir því sem nær dró helginni. Þegar laugardagskvöldið rann upp er Ásgeir í þann mun að fylla húsið af fólki og búinn að hella sér í glas þegar Gunnar dinglar hjá honum um tíu leytið. Gunnar segir Ásgeiri frá því að hann sé að láta hann fá lyklana að kirkjunni, því hann sé að fara úr bænum og að Jón Friðgeir hefði sagt sér að Ásgeir myndi hlaupa í skarðið fyrir hann í messunni morguninn eftir. Ekki var mjög hátt risið á Ásgeiri við þessar fréttir og umlaði hann við Gunnar að gamla rörið hefði nú ekki minnst á þetta við hann. Gunnar sagði hins vegar að málið væri úr sínum höndum og að presturinn reiknaði með Ásgeiri við fyrsta hanagal morguninn eftir. Eftir þetta samtal fer Ásgeir í snarhasti í símann til þess að reyna að ná sambandi við föður okkar en gekk illa þar sem hann var ekki staddur á hótelinu (þetta er vitaskuld fyrir tíma GSM). Seinna um kvöldið, þegar Ásgeir var búinn að leggja frá sér viskíið og mælast til þess að gestir sínir leituðu sér að öðru partýgreni, nær hann loks sambandi við pabba. Pabbi kannaðist að sjálfsögðu ekkert við málið enda var Gunnar ekkert á leiðinni úr bænum heldur hafði einungis séð sér leik á borði til þess að hrista aðeins upp í taugakerfi Ásgeirs. Er partyhaldarinn hringdi í meðhjálparann til þess að fá þetta staðfest, þá mun Gunnari hafa verið mun betur skemmt yfir þessu spaugi en Ásgeiri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?