<$BlogRSDURL$>

Friday, November 12, 2004

Neytendavitund
Í umræðunni um olíumálið er ekki annað að sjá en að neytendavitund sé sprottin upp á meðal íslensku þjóðarinnar. Er þetta nýlunda að ég tel. Oftar en ekki hefur samkeppni á olíumarkaði og matvörumarkaði verið tekið fremur illa af fjölmiðlum þá sjaldan sem sú staða hefur komið upp. Hver man ekki eftir því að fréttatímar sjónvarspstöðvanna hafi hafist á orðum sem þessum: Verðstríð er hafið á matvörumarkaði! eða Verðstríð geysar nú að bensínmarkaði! Þegar maður heyrir slíkt orðalag þá auðvitað krossbregður manni enda er ekki að heyra á fréttamönnunum að þetta sé jákvæður hlutur. Verðstríð! Þetta hljómar eins og einhver stórhættulegur hlutur sem verði að linna sem allra fyrst. Sama hvað hver segir að þá hafa fréttir verið í þessum stíl í þau fáu skipti sem olíufyrirtækin hafa lækkað verð án þess að ganga hönd í hönd. Vonandi verður framhald á þessari neytendavitund, til dæmis eigum við ekki að sitja þegjandi undir því að heilbrigðisráðherrar norðurlanda ætli sér að stunda verðsamráð á brennivíni eins og greint var frá í fréttum. Þeim væri trúandi til þess að reyna jafn arfavitlausa aðferð og þá að hækka brennivínið upp úr öllu valdi í þeirri von að það fækki drykkjumönnum. Ég segi nú bara eins og maðurinn sagði: Brennivínið er orðið svo dýrt að ég er hættur að geta keypt mér skó!
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?