<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 23, 2004

Orðrétt
Þeir ætluðu bara að gera þetta [hafa enskar lýsingar á leikjum] og ástæðan var hver? Jú, hún var auðvitað peningaleysi, vegna þess að við viljum sýna þetta og þetta marga leiki og við höfum ekki efni á því að sýna nema tvo eða þrjá með íslenskum þulum. Þetta er aumingjaástæða. Það stendur ekkert sérstaklega um þetta. Ef þeir hafa ekki efni á því, ef þessir gæjar geta ekki dröslast til að hafa íslenska þuli með í fótboltanum á stöðvunum á bara að stoppa þá.
-Mörður Árnason í ræðustól Alþingis á dögunum.

Merkilegur maður Mörðurinn. Hann er nú ekki sérstaklega umburðarlyndur blessaður, það er stutt í stjórnlyndið. En þar fyrir utan þá held ég að hinir mjög svo hæfu ensku þulir séu mun nær því að tala íslensku heldur en t.d. Þorsteinn Gunnarsson, Hörður Magnússon og Valtýr Björn Valtýsson svo einhverjir séu nefndir.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?