<$BlogRSDURL$>

Wednesday, November 24, 2004

Orðrétt
Og það voru ekki aðeins minni spámenn stjórnarandstöðunnar sem beittu sér af krafti í gær, allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna, þeir Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson, eyddu drjúgum tíma í ræðustól Alþingis til að reyna að sannfæra þingheim um að ekki mætti undir nokkrum kringumstæðum lækka skatta. Að vísu hét það líka að það mætti ekki lækka skatta nú. Ef til vill seinna ef aðstæður leyfðu, en bara ekki nú. Steingrímur heldur þessu að vísu ekki fram, því hann vill aldrei lækka skatta, en Össur er einn af talsmönnum þessa sjónarmiðs af því að hann þykist stundum vilja lækka skatta. Nú er hins vegar svo hættulegt að lækka skatta vegna þess að það mun valda svo mikilli þenslu. Að vísu eru þessar skattalækkanir ekki fjarri því hvað meint þensluáhrif snertir sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar, en þá sagði flokkurinn í kosningastefnu sinni að vegna mikils hagvaxtar framundan væri svigrúm til að lækka skatta og vildi meðal annars lækka tekjuskatta umtalsvert. Ýmsir höfðu áhyggjur af því að hugur fylgdi ekki máli og töldu að ef flokkurinn kæmist í stjórn myndi hann ekki standa við þetta loforð sitt. Færri létu sér þó líklega detta í hug að flokknum tækist að svíkja loforðið þrátt fyrir að lenda í stjórnarandstöðu, enda er það eftirtektarverður árangur svo ekki sé meira sagt.
- www.andriki.is þann 24. nóvember 2004.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?