<$BlogRSDURL$>

Friday, November 05, 2004

Var sigur Bush heppilegur fyrir Hillary?
Bill Clinton tók virkan þátt í kosningabaráttu Johns Kerrys á dögunum en ég varð ekki mikið var við að Hillary Clinton væri að beita sér fyrir Kerry, en þó hlýtur það að hafa verið að einhverju marki. En það er áhugavert að velta fyrir sér hvort sigur Bush hafi verið heppilegur eða ekki fyrir Clinton fjölskylduna. Líklegt var talið að yrði Kerry kjörinn þá myndu bandarísk stjórnvöld mæla með Bill sem næsta aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Mun Bill vera heitur fyrir djobbinu. En hefði Kerry verið kosinn þá hefði Hillary hins vegar ekki getað boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna næstu 8 árin. Ef Kerry hefði orðið forseti þá hefði hann pottþétt verið forsetaefni Demókrata aftur að 4 árum liðnum. Talið er að Hillary hafi fyrir löngu sett stefnuna á forsetaframboð og mun hún hafa til þess nokkurn stuðning í hópi demókrata. Dauði Kerrys gæti því hæglega orðið hennar brauð.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?