<$BlogRSDURL$>

Monday, November 29, 2004

Veikastir fyrir bragðið
Það virðist vera yfirgengileg fylgni á milli bráðra veikinda og neyslu á íslenskum pylsum. Linnulaust pylsuát alla ævi er sjálfsagt engum hollt en að fylgikvillarnir kæmu strax í ljós er eitthvað sem ég hafði ekki áttað mig á. En nú rekur hvert dæmið annað. Clinton var varla búinn að kyngja sinni pylsu þegar hann var kominn upp á skurðarborð og nú var Guðni vart búinn að láta út úr sér lofræðu um pylsuneyslu þegar hann var kominn í morfínvímu á bráðamóttökunni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?