<$BlogRSDURL$>

Monday, November 15, 2004

Vinstri stjórn að hækka skatta
Skattar hækkuðu í dag á Reykvíkinga. Ég á nú ekki von á því að það hafi komið neinum á óvart. Í leiðinni voru fasteignagjöld hækkuð svona fyrst að borgarfulltrúarnir voru á annað borð komnir í stuð. Fyrir síðustu kosningar passaði Error-lista fólkið sig á því að lofa ekki að skattar myndu ekki hækka. Höfðu þau brennt sig á því að lofa því að skattar yrðu ekki hækkaðir í kosningunum ´98 og skelltu svo á holræsagjaldinu margfræga. En þessi skattahækkun nú leiðir nokkuð hugann að þeirri umræðu sem var í gangi í síðustu kosningum þar sem margtuggið var að skuldasöfnun Reykjavíkur væri í lagi þar sem þetta væru svo jákvæðar skuldir.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?