<$BlogRSDURL$>

Saturday, December 04, 2004

Auglýsingameikið
Félagi minn Gunni Samloka er að fara á kostum í auglýsingum fyrir enska boltann á Skjá1. Ef maður horfir á leik þá fara þær vart framhjá manni enda sýndar fyrir og eftir útsendingu. Samkvæmt mínum heimildum voru 12 slíkar auglýsingar teknar upp þannig að maður á enn nokkrar til góða. Einnig tók ég eftir að gamall kunningi frá Ísafirði Kristján Freyr trymbill hefur dúkkað upp í auglýsingum fyrir Pennann Eymundson. Það hlýtur að vera stílbrot því síðast þegar ég vissi var Krisrokk æðsti prestur í íslensku deildinni í Máli og Menningu. En hann hefur nú aldrei vantað leikarahæfileikana og mætti gera meira af þessu.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?