Saturday, December 18, 2004
Hollensk yfirvöld hafa afskipti af Kristni
Fyrir áhugafólk um átakanlegar lífsreynslusögur í kómískum stíl þá bendi ég á að nýjasti pistillinn frá Kristni Hermanns í Maastricht er alger skyldulesning. En þarlend yfirvöld virðast hafa gripið í taumana vegna svívirðilegra umferðalagabrota kappans...á reiðhjóli! Áður en ég vissi af var ég búinn að skella hressilega upp úr hér í tölvustofunni í Odda (HÍ) og gott ef velflestir rússnesku skiptinemarnir snéru sig ekki úr hálsliðnum.
Passið ykkur á myrkrinu.
Fyrir áhugafólk um átakanlegar lífsreynslusögur í kómískum stíl þá bendi ég á að nýjasti pistillinn frá Kristni Hermanns í Maastricht er alger skyldulesning. En þarlend yfirvöld virðast hafa gripið í taumana vegna svívirðilegra umferðalagabrota kappans...á reiðhjóli! Áður en ég vissi af var ég búinn að skella hressilega upp úr hér í tölvustofunni í Odda (HÍ) og gott ef velflestir rússnesku skiptinemarnir snéru sig ekki úr hálsliðnum.
Passið ykkur á myrkrinu.