<$BlogRSDURL$>

Saturday, December 11, 2004

"Þjóðar"hreyfingin
Að senda Írökum skilaboð í gegnum New York Times er álíka gáfulegt og að halda Fullveldishátíð alþýðunnar og bjóða hinum alþýðlega forseta Ólafi Ragnari Grímssyni. Ef marka má sjónvarpsmyndir frá fundi hreyfingarinnar þá virðast þessir peningabrennuvargar vera aðallega þekkt fólk. Það sem ég sá var fólk sem er virkt í pólitík á vinstri vængnum og þekkta listamenn (þetta tvennt fer nú reyndar oft saman). Ég gat ekki séð mikið af "venjulegu fólki" þarna en það er svo sem aukaatriði. Í hópi þessara herskáu friðarsinna virðast vera margir úr þeim hópi sem koma saman á sérstakri sigurhátíð í Háskólabíó á áttunda áratugnum þar sem félagshyggjufólk við HÍ fagnaði því að Rauðu Khmerarnir og Pol Pot hefðu komist til valda í Kambódíu. Koma skal því til skila að ekki hafi hver einasti Íslendingur stutt innrás bandamanna í Írak fyrir 3 milljónir króna að mér skilst. Gott og vel. Þessar upphrópanir með lýðræðið eru hins vegar merkilegar, sérstaklega í ljósi þess hvernig að þessari hreyfingu er staðið. Til dæmis ákvarðanatöku innan hennar, upplýsingum frá henni og fleira. Mér sýnist að hugtakið lýðræði sé að taka á sig aðrar og sérkennilegri myndir en Óli Harðar hefur predikað yfir manni. Að endingu er rétt að benda á að þjóðir mynda ekki hreyfingar heldur einstaklingar.
Passið ykkur myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?