<$BlogRSDURL$>

Friday, December 31, 2004

Jólastúss
Glegðilega hátíð kæru lesendur nær og fjær. Ég var aðeins að velta fyrir mér jólainnpakkningum en ég pakka yfirleitt inn gjöfunum sjálfur. Ekki það að ég sé sérlega nothæfur til slíks brúks heldur er það bara eitthvað svo persónulegt að gera það sjálfur. Það sést langar leiðir að ég hafi pakkað pökkunum inn sjálfur og enginn verksmiðjuvinnubrögð þar á ferðinni. Flóknast finnst mér að setja borðann utan yfir pakkann en ég er samt nokkuð lunkinn að krulla hann með skærunum. Ætli Dóru Línu vökni ekki um augun að lesa þetta og sjá hvað ég hef komist langt í handavinnunni sem var nú ekki mín allra sterkasta hlið í dentid.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?