Thursday, December 23, 2004
Lesið yfir sig
Lesendur Morgunblaðsins rak í rogastans og transdans eru þeir flettu blaðinu í dag og rákust á aðsenda grein sem heitir því forvitnilega nafni "Skammtafræðileg jól". Er hún eftir eðlisfræðinemann Victor Blæ Birgisson sem mér sýnist á myndinni að sé gamli kókstrákurinn. Þrátt fyrir að hafa gluggað í greinina þá sýnist mér tilgangur hennar vera fremur óljós og þá kannski vegna þess að ég á afar erfitt með að skilja innihald hennar. Við skulum endilega grípa niður í kafla úr greininni:
"Í skammtafræði (skammtafræði er öflugasta vísindakenning sögunnar) flokkast eindir (rafeindir, róteindir, ljóseindir o.s.frv.) í tvo flokka, bóseindir og fermíeindir. Fermíeindir eru allar þær eindir sem hafa svokallaðan hálftölu-spuna eða margfeldi af oddatölu sinnum 1/2 spuna ((2n + 1)1/2 , þar sem n er náttúruleg tala). Í skammtafræði er jafna Schrödingers allt í öllu. Við leysum þessa jöfnu til að fá bylgjufall eindarinnar sem segir okkur síðan allt sem við viljum vita um eindina. Jafna Schrödingers (Gerards? innskot ritstjóra) lítur svona út: #"%&)="$##"
Eins og kínverska, ekki satt? Við erum gerð úr atómum sem samanstanda m.a. af róteindum og rafeindum. Það furðulega við þessar eindir er að það er ómögulegt að þekkja þær í sundur, þær eru nákvæmlega eins, á hátt sem engir tveir klassískir eðlisfræðihlutir geta orðið. Það er engin vísindaleg takmörkun á þekkingu okkar sem veldur því að við þekkjum þá ekki í sundur; Guð sjálfur veit ekki hvor eind er hvað! Við getum fundið lausnir á jöfnu Schrödingers sem eru "samhverf"(eigingildi +1) eða "ósamhverf"(eigingildi -1) undir "skiptingu"; ø(r1, r2) = ±ø(r2, r1). Köllum þetta samhverfisskilyrðið. Fyrir eins eindir þarf bylgjufallið (sem er lausn á jöfnu Sch.) að uppfylla þetta samhverfisskilyrði."
Það er einlæg von mín að lesendum hafi ekki orðið meint af þessari lesningu en þeir sem geta fundið botn í þessa grein er bent á að hafa samband við vísindavef HÍ í einum grænum. Auk þess væri ágætt að tékka á því hvort einhvers sé saknað af Kleppi.
Passið ykkur á myrkrinu.
Lesendur Morgunblaðsins rak í rogastans og transdans eru þeir flettu blaðinu í dag og rákust á aðsenda grein sem heitir því forvitnilega nafni "Skammtafræðileg jól". Er hún eftir eðlisfræðinemann Victor Blæ Birgisson sem mér sýnist á myndinni að sé gamli kókstrákurinn. Þrátt fyrir að hafa gluggað í greinina þá sýnist mér tilgangur hennar vera fremur óljós og þá kannski vegna þess að ég á afar erfitt með að skilja innihald hennar. Við skulum endilega grípa niður í kafla úr greininni:
"Í skammtafræði (skammtafræði er öflugasta vísindakenning sögunnar) flokkast eindir (rafeindir, róteindir, ljóseindir o.s.frv.) í tvo flokka, bóseindir og fermíeindir. Fermíeindir eru allar þær eindir sem hafa svokallaðan hálftölu-spuna eða margfeldi af oddatölu sinnum 1/2 spuna ((2n + 1)1/2 , þar sem n er náttúruleg tala). Í skammtafræði er jafna Schrödingers allt í öllu. Við leysum þessa jöfnu til að fá bylgjufall eindarinnar sem segir okkur síðan allt sem við viljum vita um eindina. Jafna Schrödingers (Gerards? innskot ritstjóra) lítur svona út: #"%&)="$##"
Eins og kínverska, ekki satt? Við erum gerð úr atómum sem samanstanda m.a. af róteindum og rafeindum. Það furðulega við þessar eindir er að það er ómögulegt að þekkja þær í sundur, þær eru nákvæmlega eins, á hátt sem engir tveir klassískir eðlisfræðihlutir geta orðið. Það er engin vísindaleg takmörkun á þekkingu okkar sem veldur því að við þekkjum þá ekki í sundur; Guð sjálfur veit ekki hvor eind er hvað! Við getum fundið lausnir á jöfnu Schrödingers sem eru "samhverf"(eigingildi +1) eða "ósamhverf"(eigingildi -1) undir "skiptingu"; ø(r1, r2) = ±ø(r2, r1). Köllum þetta samhverfisskilyrðið. Fyrir eins eindir þarf bylgjufallið (sem er lausn á jöfnu Sch.) að uppfylla þetta samhverfisskilyrði."
Það er einlæg von mín að lesendum hafi ekki orðið meint af þessari lesningu en þeir sem geta fundið botn í þessa grein er bent á að hafa samband við vísindavef HÍ í einum grænum. Auk þess væri ágætt að tékka á því hvort einhvers sé saknað af Kleppi.
Passið ykkur á myrkrinu.