<$BlogRSDURL$>

Wednesday, December 01, 2004

Ljóðahornið Mósaiksglugginn #2
Maður er nefndur Bjarki Már Karlsson (bróðir Ingu Lindar í Morgunbítinu). Hann þvældist stundum vestur í eina tíð, enda skyldur Brynjari Kristjáns og co og ágætis vinur Ásgeirs bróðurs. Kom stundum í party á Traðarstígnum þar sem faðir minn otar iðulega gestabók að gestum og sérstaklega aðkomufólki. Bjarki er ágætlega hagmæltur og hefur til dæmis ritstýrt Skessuhorninu ásamt hinum stórskemmtilega Gísla-RUVmanni(Skessuhornið státaði til dæmis af Halifax-vefnum dásamlega). Eitt sinn var pressa á Bjarka Má að yrkja í gestabókina á Traðarstígnum og var hann tregur til en skrifaði þó þetta:

Húsbondi mjög harmar það
að hér sé ljóðavöntun.
En ávallt erfitt er að
yrkja eftir pöntun.

Síðar kom andinn yfir hann og þá lét hann þessa vaða í gestabókina:

Á Traðarstígnum teiti er
í timburmannsins ranni.
Fimm þúsund þakkir færum vér
Finnlands-ræðismanni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?