<$BlogRSDURL$>

Wednesday, December 22, 2004

Menn gera ekki gys að Gylfa Ægis
Stefán Jón Einstein sagði í Sunnudagsþættinum á Skjá1 síðastliðinn, ja gott ef ekki sunnudag, að ríkisvaldið hefði ekki átt að festa kaup á myndum Sigmunds. Gott hjá Einstein þar er ég sammála honum. Sem mikill aðdáandi Sigmunds þá finnst mér að einstaklingar og einkaaðilar eigi að geta keypt af honum myndir ef þeim sýnist svo, eða hann gefi þær út í bók eins og hann gerði í mörg ár. Auk þess sem hægt er að njóta hans á síðum Moggans. En það var annað hjá Einstein sem stakk mig og það var háðsglósa hans um að ríkið gæti alveg eins keypt upp plöturnar hans Gylfa Ægis. Svona gera menn ekki, menn gera ekki gys að Gylfa Ægis. Ef Einstein væri ennþá að sjá um Þjóðarsálina þá myndi ég hringja inn og kvarta undan þessum ummælum. Ég eins og aðrir nýt þess um þessar mundir að hlusta á jólaplötuna Gylfi og Gerður: uppáhaldslögin hans pabba. Gylfi ætti fyrir löngu að vera búinn að fá fálkaorðuna fyrir framlag sitt til tónlistarinnar enda hefur hann fært okkur lög á borð við: Stolt siglir fleyið mitt, Hinsta bón blökkukonunnar, Heim á leið, Gústi Guðsmaður, Sjúddirarirei, Minning um mann, Í sól og sumaryl og þannig mætti lengi telja.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?