Wednesday, December 01, 2004
Munnmælasögur #6
Ásgeir bróðir tók stundum að sér að leika jólasvein á skemmtunum í Bolungarvík ef hinir raunverulegu forfölluðust. Gekk það jafnan vel en frumraun hans endaði þó á nokkuð skondin hátt. Ásgeir og Gunnar heitinn Leósson höfðu tekið að sér hlutverk jólasveina er kveikt var á jólatrénu í Víkinni við hátíðlega athöfn. Tróðu þeir sér í búninga kvenfélagsins en þeim fylgdu forláta sauðskinnskór, sem voru kannski ekki heppilegasta skótauið við þessar aðstæður: nístingskuldi og hálagler. Sinntu þeir skyldum sínum af stakri prýði en er þeir huggðu á heimför rann upp fyrir þeim að mikilvægasta atriðið hafði gleymst. Gleymst hafði að skipulegga flóttaleið undan púkunum sem auðveldlega má leysa með því að fá einhverja til þess að skutla á bíl eða snjósleðum. Skunduðu þeir eftir Aðalstrætinu í átt að JFE og púkaskarinn veitti þeim eftirför. Nú voru góð ráð dýr því enginn kom þeim til hjálpar og tóku þessir karlmannlegavöxnu menn til fótanna...og púkarnir á eftir. Hlupu þeir sem leið lá eftir Stigahlíðinni (enda heimkynni Jólasveinanna í Traðarhyrnu eins og alkunna er). Þrautseigustu púkarnir gáfust upp á eltingarleiknum til móts við Völusteinsstrætið þar sem jólasveinarnir lögðust til hvílu með skeggið aftur á baki, buxurnar á hælunum og vel hruflaðir eftir að hafa dottið nokkrum sinnum í hálkunni á leiðinni.
Ásgeir bróðir tók stundum að sér að leika jólasvein á skemmtunum í Bolungarvík ef hinir raunverulegu forfölluðust. Gekk það jafnan vel en frumraun hans endaði þó á nokkuð skondin hátt. Ásgeir og Gunnar heitinn Leósson höfðu tekið að sér hlutverk jólasveina er kveikt var á jólatrénu í Víkinni við hátíðlega athöfn. Tróðu þeir sér í búninga kvenfélagsins en þeim fylgdu forláta sauðskinnskór, sem voru kannski ekki heppilegasta skótauið við þessar aðstæður: nístingskuldi og hálagler. Sinntu þeir skyldum sínum af stakri prýði en er þeir huggðu á heimför rann upp fyrir þeim að mikilvægasta atriðið hafði gleymst. Gleymst hafði að skipulegga flóttaleið undan púkunum sem auðveldlega má leysa með því að fá einhverja til þess að skutla á bíl eða snjósleðum. Skunduðu þeir eftir Aðalstrætinu í átt að JFE og púkaskarinn veitti þeim eftirför. Nú voru góð ráð dýr því enginn kom þeim til hjálpar og tóku þessir karlmannlegavöxnu menn til fótanna...og púkarnir á eftir. Hlupu þeir sem leið lá eftir Stigahlíðinni (enda heimkynni Jólasveinanna í Traðarhyrnu eins og alkunna er). Þrautseigustu púkarnir gáfust upp á eltingarleiknum til móts við Völusteinsstrætið þar sem jólasveinarnir lögðust til hvílu með skeggið aftur á baki, buxurnar á hælunum og vel hruflaðir eftir að hafa dottið nokkrum sinnum í hálkunni á leiðinni.