<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 05, 2005

Bloggmeik
Stórmerkileg frétt datt inn á tækni og vísundavefinn á mbl.is í gær þar sem fram kom að áhugi á bloggsíðum hefði stóraukist. Fyrir aðstandendur Bloggs fólksins eru þetta auðvitað gamlar fréttir eins og aðsóknartölur hér bera með sér. Auk þess hafa þekktir menn í þjóðfélaginu verið að detta hér inn í commentakerfinu. Þessari bloggsíðu var ýtt úr vör í febrúar síðastliðinn og fyrst um sinn var ekki teljaragræja til staðar sökum takmarkaðrar tæknikunnáttu ritstjórans. Á páskunum var síðan settur teljari í gang en þegar hann hafði náð 5000 flettingum í byrjun ágúst þá hvarf hann og kom ekki aftur fyrr en nokkrum dögum síðar, þá núllstilltur! Hefur hann nú náð tæpum 9000 flettingum eftir þá núllstillingu og hlýtur það að teljast prýðilegt hjá miskildum snillingi utan af landi.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?