<$BlogRSDURL$>

Monday, January 10, 2005

Danni setur Stálið út í kuldann
Danni (vinur minn?) svaraði á dögunum spurningum fyrir einhverja kjaftasögusíðu sem heitir fotbolti.net. Ég varð óneitanlega mjög undrandi þegar hann svaraði spurningunni besti íþróttafréttaritarinn. Ekki stóð á svarinu: Gummi Ben. Þrátt fyrir að G.Ben hafi staðið sig með sóma sem aðstoðarlýsari og sýnt mikið hlutleysi í leikjum Man Utd þá veit Danni hins vegar fullvel hver stendur fremstur í íþróttablaðamennsku á landinu. Átta mig ekki á hvað hann meinar með þessu en hann þarf alla vega ekki að reikna með neinum M-um fyrir frammistöðu sína næsta sumar.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?