Monday, January 17, 2005
Egill fer með fleipur
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason skrifaði grein í DV um helgina þar sem hann fer með fleipur. Sjálfsagt hefur þessi grein verið skrifuð sem einhvers konar vangaveltur hjá honum og hann treyst á minnið frekar en að fletta upp staðreyndum. Fyrirsögnin: "Komu vinstri menn með frelsið?" bendir reyndar eindregið til þess að hann hafi verið eitthvað slappur þegar greinin var skrifuð, enda flensufaraldur að ganga um borgina. Vef-Þjóðviljinn tók að sér að leiðrétta Egil í dag þar sem bent er á tvær leiðinlegar rangfærslur; annars vegar segir hann að framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson hafi verið dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þegar opnunartími skemmtistaða hafi verið rýmkaður til klukkan 3. Það var hins vegar Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Þórðarson sem gegndi embættinu í þeirri ríkisstjórn. Hitt sem Egill ruglaðist á var að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 þegar vinstri stjórn Steingríms var við völd. Frumvarpið sem leyfði bjórsölu frá og með 1. mars 1989 varð hins vegar að lögum í þinginu 10. maí 1988 en þá var ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar við völd.
Passið ykkur á myrkrinu.
Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason skrifaði grein í DV um helgina þar sem hann fer með fleipur. Sjálfsagt hefur þessi grein verið skrifuð sem einhvers konar vangaveltur hjá honum og hann treyst á minnið frekar en að fletta upp staðreyndum. Fyrirsögnin: "Komu vinstri menn með frelsið?" bendir reyndar eindregið til þess að hann hafi verið eitthvað slappur þegar greinin var skrifuð, enda flensufaraldur að ganga um borgina. Vef-Þjóðviljinn tók að sér að leiðrétta Egil í dag þar sem bent er á tvær leiðinlegar rangfærslur; annars vegar segir hann að framsóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson hafi verið dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen þegar opnunartími skemmtistaða hafi verið rýmkaður til klukkan 3. Það var hins vegar Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Þórðarson sem gegndi embættinu í þeirri ríkisstjórn. Hitt sem Egill ruglaðist á var að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 þegar vinstri stjórn Steingríms var við völd. Frumvarpið sem leyfði bjórsölu frá og með 1. mars 1989 varð hins vegar að lögum í þinginu 10. maí 1988 en þá var ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar við völd.
Passið ykkur á myrkrinu.