<$BlogRSDURL$>

Monday, January 31, 2005

Það er aðeins einn Dr.Gunni
Síðast þegar ég kíkti á síðuna hans Drs. Gunna (ekki Hallsonar) þá var ég hissa á því hvað hann væri mikið dottinn í hjarðmennskuna. Hann var að kaupa sér ferð til Kanarí og var að lesa Kleifarvatn. En þegar ég fór örlítið neðar á síðunni þá rakst ég á pistil sem bætir þetta upp en hann var fyrir neðan gamla tímaritsmynd þar sem íslensk sveitakona stendur við hestinn og segir við berbrjósta blökkukonu; Afsakið ungfrú, Há dú jú læk Æsland?
Um þetta skrifar Dr. Gunni:
"Þessi mynd er fengin úr National Geographic frá 1951 en í blaðinu var viðamikil landkynning. Blaðið bauð svertingjakonunni M'búggú til landsins til að kynna sér land og þjóð. Við Kerið var M'búggú á vegi Guðrúnar og Sörla og fékk auðvitað þessa sígildu spurningu. Þessi mynd er frá þeim klámlausa tíma (löngu áður en helvítis dönsku hipparnir fóru að troða loðnu kviðarslátrinu á sér framan í hinn vestræna heim) þegar menn létu sér berbrjósta konur af exótísku bergi brotnu nægja sem ýtarefni við sjálfsfróun. Svona myndir var helst að sjá í hinu magnaða tímariti National Geographic. Menn góndu á myndirnar í þágu þekkingar og mannfræði og gátu þannig sameinað vísindarlega viðleitni og holdsins fýsnar. Gullöld rúnksins."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?