<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 18, 2005

Flóðasvæðið
Flóðasvæðin á norðanverðum Vestfjörðum er áfram í fjölmiðlum landsins. Fallujia fréttunum virðist ekkert ætla að linna, hver tók ekki eftir fyrirsögninni í Fréttablaðinu um daginn "Mjólkur-og brauðlaust í Bolungarvík". Mér hugnast nú ekki að pressan brúi gúrkuna með því að flytja endalausar snjófréttir úr villta vestrinu með stríðsfyrirsögnum. En ég gat þó ekki annað en hlegið þegar ég var staddur á Mogganum um daginn og fréttastjóri innlendra frétta Sigtryggur Sigtryggsson kom að máli við mig. Siddi hefur líklega bara einu sinni komið til Bolungarvíkur en það var til þess að taka viðtal við afa minn um miðjan 8. áratuginn. Hann spyr mig: "Kristján, býrð þú nokkuð við Dísarland? Þetta er orðin frægasta gata landsins".
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?