<$BlogRSDURL$>

Thursday, January 13, 2005

Hjalti hlaut sæmdarheitið Hornfirðingur ársins
Vinur minn Hjalti Þór Vignisson hefur verið valinn Hornfirðingur ársins af lesendum vefjarins kunna horn.is. Í rökstuðningi segir meðal annars: "Fram kom hjá lesendum vefsins að Hjalti ætti skilið sæmdarheitið Hornfirðingur ársins vegna þess góða fordæmis sem hann og fjölskylda hans sýndi með því að flytja á heimaslóðir að loknu námi." Annar vinur minn úr stjórnmálafræðinni Gunnar Sigurðsson flutti í Kópavoginn á árinu og er reiknað með því að hann hljóti sæmdarheitið Kópavogsbúi ársins á hverri stundu. Báðir eiga þeir sameiginlegt að vera fyrrum knattspyrnuhetjur en ég sá á horn.is að gamlir félagar Hjalta úr Sindra: Harjudin Kardaklija og Ármann Smári Björnsson hefur báðum hlotnast þessi heiður. Á horn.is stendur enn fremur:
"Hjalti Þór er staddur á Kanaríeyjum og hefur verið gert viðvart um titilinn en fær viðurkenningarskjal strax og hann snýr aftur heim í næstu viku. Við óskum Hjalta Þór, Guðrúnu Ingólfsdóttur konu hans og dótturinni Salvöru Döllu til hamingju og velfarnaðar í störfum og leik og lesendum horn.is fyrir þátttökuna."

Blogg fólksins telur óhætt að taka undir þessar kveðjur og sýnir því fullann skilning að hjónakornin skuli vera að hvíla lúin bein á Kanarí í skammdeginu, því þau eru jú að komast á þann aldur, eða rétt liðlega 25 ára.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?