<$BlogRSDURL$>

Friday, January 21, 2005

How do you like Iceland?
Ég hafði gríðarlega gaman að þætti Kristínar Ólafs um skoðanir Íslandsvina á landi og þjóð sem var á RÚV á sunnudagskvöldið. Horfði á þetta með Hlöðver vini mínum sem er eini nútímamaðurinn sem ekki er með sjónvarp, en talið er að Ómar Ragnarsson og Árni Johnsen séu að vinna í því að láta hann hafa tæki eins og þeir gerðu fyrir Gísla á Uppsölum. Við hlógum okkur máttlausa á löngum köflum, Bretarnir voru sérstaklega fyndnir. Ég missti reyndar af umræðuþættinum en mér skilst að einhverjir hafa verið eitthvað sárir yfir þessu. Einn maður í þættinum hafði af því miklar áhyggjur að á Íslandi byggju svo fáir að það væri bara ekki hægt að halda fram hjá með góðu móti. Það bara kæmist alltaf upp og þess vegna væri skilnaðartíðni mjög há.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?