<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 11, 2005

Þjóðfélagsrýnirinn Dr. Gunni
Ég sá örstutt brot af Áramótasilfri Egils Helga (meintum tvífara mínum). Þar var meðal annars mættur Dr. Gunni (ekki Hallsson) og sagði álit sitt á hinu og þessu ásamt fjöldanum öllum af stórpólitíkusum og kverólöntum. Egill bað þessa valinkunnu sérfræðinga að spá fyrir um næsta ár í pólitíkinni og þá settu margir sig í Nostradamusarstellingar og spáðu falli ríkisstjórnarinnar og fleiru í þeim dúr. Til dæmis rauðhærða barnabókarkonan sem er með leiðinlegu bakþankana í Fréttablaðinu. En Dr. Gunni afgreiddi þetta mjög skemmtilega eða eitthvað á þennan veg: "Ég held að þetta verði bara gott ár. Það verður áfram offramboð á peningum, Davíð verður eitthvað að snúast og svona, og allir verða bara í nokkuð góðu stuði".
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?