<$BlogRSDURL$>

Friday, January 28, 2005

Munnmælasögur#9
Það er alltaf skemmtilega vandræðalegt þegar maður reynist ekki jafn mannglöggur og maður heldur og ruglar saman fólki. Síðuhaldari hefur ekki farið varhluta af þessu og hér er gott dæmi um slíkt. Sumarið 2000 stóð SUS fyrir hátíðarhöldum í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna. Síðuhaldari hafði þá tekið sæti í stjórninni árið áður og var að sjálfsögðu mættur í hátíðarkvöldverð að þessu tilefni. Mættu þar ýmis skoðanasystkini okkar til þess að heiðra samtökin. Á borð okkar Einars Sigurðsonar Eyjamanns settist maður um fertugt með kringlótt gleraugu. Sá síðuhaldari að þarna væri mættur Júlíus Vífill Ingvarsson þá starfandi borgarfulltrúi og fór og heilsaði upp á hann og rætti við hann í nokkra stund um borgarmálin. Löngu síðar áttaði síðuhaldari sig á því að þetta var alls ekki Júlíus heldur Bolli í 17 en með þeim er nokkuð mikill svipur. Bolli er greinilega mikill diplómat því hann gerði enga athugasemd við að vera ávarpaður Júlíus, og svaraði skýrt og skilmerkilega öllum mínum spurningum um borgarmálin.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?