<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 11, 2005

Áramótaannáll ársins
Áramótaannáll Vefþjóðviljans alger skyldulesning og bregst ekki þetta árið frekar en öll hin. Birti hér lítið sýnishorn er færsluna má finna á andriki.is undir dagsetningunni 31. desember:

Söfnun ársins: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna efndi til tónleika til styrktar Kristjáni Jóhannssyni, tenór.

Þjóð ársins: Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson.

Halldór Ásgrímsson ársins: Helgi Ágústsson. Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar margtuggðu að Halldór Ásgrímsson hefði lagt til að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi miklar fjárveitingar. Í ljós kom að séníin höfðu misskilið skammstöfunina „H.Á.“. Ríkisútvarpið hefur enn ekki séð ástæðu til að leiðrétta langlokufréttir sínar af málinu.

Sherlock ársins: Jónas Ingi Ragnarsson fór í bíltúr með félögunum og tók bara alls ekki eftir því að þeir væru að transporta dauðum manni til Neskaupstaðar.

Herfræðingur ársins: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að hjálpa til við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna með því að lýsa því yfir að viðbúnaður væri óþarfur í Keflavík og Rússar sæjust aldrei framar. Daginn eftir bárust fréttir af stærstu flotaæfingu Rússa í manna minnum, svo nálægt landinu að ef Steingrímur J. Sigfússon hefði verið staddur heima í Þistilfirði þá hefði hann getað morsað nallann til þeirra með zippokveikjara.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?