Tuesday, January 11, 2005
Áramótaannáll ársins
Áramótaannáll Vefþjóðviljans alger skyldulesning og bregst ekki þetta árið frekar en öll hin. Birti hér lítið sýnishorn er færsluna má finna á andriki.is undir dagsetningunni 31. desember:
Söfnun ársins: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna efndi til tónleika til styrktar Kristjáni Jóhannssyni, tenór.
Þjóð ársins: Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson.
Halldór Ásgrímsson ársins: Helgi Ágústsson. Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar margtuggðu að Halldór Ásgrímsson hefði lagt til að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi miklar fjárveitingar. Í ljós kom að séníin höfðu misskilið skammstöfunina „H.Á.“. Ríkisútvarpið hefur enn ekki séð ástæðu til að leiðrétta langlokufréttir sínar af málinu.
Sherlock ársins: Jónas Ingi Ragnarsson fór í bíltúr með félögunum og tók bara alls ekki eftir því að þeir væru að transporta dauðum manni til Neskaupstaðar.
Herfræðingur ársins: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að hjálpa til við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna með því að lýsa því yfir að viðbúnaður væri óþarfur í Keflavík og Rússar sæjust aldrei framar. Daginn eftir bárust fréttir af stærstu flotaæfingu Rússa í manna minnum, svo nálægt landinu að ef Steingrímur J. Sigfússon hefði verið staddur heima í Þistilfirði þá hefði hann getað morsað nallann til þeirra með zippokveikjara.
Áramótaannáll Vefþjóðviljans alger skyldulesning og bregst ekki þetta árið frekar en öll hin. Birti hér lítið sýnishorn er færsluna má finna á andriki.is undir dagsetningunni 31. desember:
Söfnun ársins: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna efndi til tónleika til styrktar Kristjáni Jóhannssyni, tenór.
Þjóð ársins: Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson.
Halldór Ásgrímsson ársins: Helgi Ágústsson. Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar margtuggðu að Halldór Ásgrímsson hefði lagt til að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi miklar fjárveitingar. Í ljós kom að séníin höfðu misskilið skammstöfunina „H.Á.“. Ríkisútvarpið hefur enn ekki séð ástæðu til að leiðrétta langlokufréttir sínar af málinu.
Sherlock ársins: Jónas Ingi Ragnarsson fór í bíltúr með félögunum og tók bara alls ekki eftir því að þeir væru að transporta dauðum manni til Neskaupstaðar.
Herfræðingur ársins: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að hjálpa til við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna með því að lýsa því yfir að viðbúnaður væri óþarfur í Keflavík og Rússar sæjust aldrei framar. Daginn eftir bárust fréttir af stærstu flotaæfingu Rússa í manna minnum, svo nálægt landinu að ef Steingrímur J. Sigfússon hefði verið staddur heima í Þistilfirði þá hefði hann getað morsað nallann til þeirra með zippokveikjara.