<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 11, 2005

Skammdegishamingjan
Já í dag er ég bara nokkuð hamingjusamur bloggari, sem telst kannski til tíðinda svona í svartasta skammdeginu. Papa Mug (frægasti karókísöngvari í S-A-Asíu ef hún er þá ennþá til) var að detta inn á commentakerfið. Skemmtilegur maður Muggens, ég er með smá bit yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann og Hjalta á harbourinu í mínu afar stutta jólafríi. Fyrst HarbourMasterinn berst í tal þá verð ég að taka fram að ég hef hlustað töluvert á nýjustu afurð Ödda og er mjög sáttur þó ég eigi eftir að skanna betur sum lögin. Einnig er ég reglulega kátur með færslu sem ég rakst á hjá Kristjáni Frey trymbli þar sem hann segir að ég og Kalli Hallgríms (Mugafrændi) séum með þeim hressari úr Víkinni. Þetta er allt reglulega skemmtilegt. Ætli ég linki ekki á Kris í þakklætisskyni, hann er góður penni.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?