<$BlogRSDURL$>

Tuesday, January 25, 2005

Óskar
Tilnefningar til verðluna Óskars voru tilkynntar í dag. Enginn Íslendingur tilnefndur, alltaf sama áfallið þar. Aldrei tekið tillit til hvaða mynd var best ef reiknað er inní hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu og hæð yfir sjávarmáli. Martin Scorsese fær einn sjéns í viðbót í leikstjórastyttuna með myndinni Aviator sem fékk flestar tilnefningar. Maður hefur auðvitað ekki séð neitt af þessum myndum en heyrt af nokkrum. Sá að Clint og Morgan Freeman er báðir tilnefndir fyrir leik í Million dollar baby. Það lofar góðu. Jamie Foxxxxxx fékk Golden Globe fyrir að breytast í Ray Charles og er líklegur til afreka. Lag úr The Phantom of the opera er tilnefnt sem besta lagið. Það er mynd sem ég þarf að sjá, Ásgeir bróðir átti diskinn úr söngleiknum og "leyfði mér" oft að heyra.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?