<$BlogRSDURL$>

Friday, January 28, 2005

Ævintýrið um Knud og Sven
Stöð2 frumsýndi í Íslandi í dag í gær (ha?) ævintýrið um Knud og Sven sem eru einhverjir umtöluðustu Íslandsvinir í seinni tíð. Aðalhlutverk voru í höndum þeirra Þórhalls Gunnarssonar leikara og Árna Johnsens áhugamanns um Þjóðleikhúsið. Sýndu þeir á köflum snilldartilþrif og gerðu þá Knud og Sven hjá NCC endanlega ódauðlega á Íslandi. Ýmsar dramatískar setningar féllu af vörum leikaranna sem verða lengi í minnum hafðar í leiklistarheiminum eins og t.d: "Þú þvælir bara Þórhallur", "Árni láttu ekki svona", "Knud segir", "Sven segir". Þetta voru ágætis tvíbökur og gef ég leikritinu hiklaust nítján hauskúpur.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?