<$BlogRSDURL$>

Monday, January 24, 2005

Vippaði fimm sinnum!
Jafntefli gegn Tékkum í gær. Ömurlegur varnarleikur, ágætur sóknarleikur en snilldarkafli síðasta korterið reddaði þessu. "Dagur er minn maður" sagði Viggó þegar hann var ráðinn. Ætli hann sé enn sömu skoðunar? Fyrir minn hatt þá voru vítaköst Óla Stef skemmtilegustu punktar leiksins. Hann vippaði fimm sinnum yfir Galia í leiknum, fjórum sinnum úr víti og einu sinni úr hraðaupphlaupi. Hvað er það? Auk þess vippaði Robbi Gunn líka einu sinni úr víti. Kobbi Jóns brjálaðist við mig ef ég vippaði einu sinni í leik. Hefði ég vippað fimm sinnum í leik þá hefði hann sett mig í ævilangt straff. En maður er náttúrulega enginn Óli Stef. Það er bara einn svoleiðis.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?