<$BlogRSDURL$>

Monday, February 21, 2005

Bönnum allt nema brokkolí
Nú sem endranær fer forræðishyggjan mjög í taugarnar á mér þó ég sé mjög geðgóður maður að eðlisfari. Nú heyrist manni að hin ströngu tóbaksvarnarlög séu ekki nægileg og herða skal róðurinn. Banna þetta bara á línuna, enda hafa veitingastaðaeigendur ekkert með slíkar ákvarðanir að gera á meðan við höfum stjórnmálamenn sem bera heilsufar landans fyrir brjósti. Búið er að leggja til að banna sjónvarpsauglýsingar á óhollustu eftir kl eitthvað á kvöldin. Er þá ekki bara næsta skref að banna óhollustuna? Er ekki upplagt að neyða Stálið til þess að bíta gras hjá Sollu grænu dagana langa? Ég held að það ætti að lauma nokkrum blásýrutöflum í skammtana í mötuneyti Alþingis og sjá hvort þetta lagist ekki.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?