<$BlogRSDURL$>

Wednesday, February 09, 2005

Furðufréttir
Hef síðustu daga orðið var við tvær furðufréttir sem mér fannst nægilega athyglisverðar til að fá hér pláss. Sú fyrri var af innbrotsþjófi í Svíþjóð sem framdi rán og komst upp með það allt þangað til að yfirvaldið uppgötvaði að þjófurinn hafði gleymt fölskum tönnum sínum á vettvangi glæpsins.

Hin er frá Wales þar sem Geoff nokkur sat að sumbli með félögum sínum á pöbb og fylgdist með rúbbíleik Wales og Englands. Voru þeir afar svartsýnir því Wales hafði ekki unnið England í manna minnum og hét Geoff þessi því að skera undan sér ef Wales tækist að vinna. Wales vann leikinn naumlega, Geoff trítlaði heim til sín og náði sér í hníf og lét til skarar skríða. Mætti nokkru síðar á pöbbinn og sýndi félögum sínum eistun sem hann var með í hendinni. Þaðan var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús og er líðan hans eftir atvikum slæm. Sögunni fylgir að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?