<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 24, 2005

Þægindi
Ég held að lífið sé alltaf að verða þægilegra og þægilegra. Nú er Gummi Björns farinn að bjóðast til þess að hugsa fyrir mann. Hann er farinn í hringja í mann og segja manni hvað manni eigi að finnast og hvað maður eigi að halda. Þjónustan verður ekki betri en þetta, spurning hvort ég fái ekki Gumma til þess að taka fyrir mig próf í Aðferðafræði í vor, fyrst hann er á annað borð farinn að sjá um öll mín mál. Annars skil ég ekki af hverju hann er að hafa áhyggjur af mér. Ég hef alltaf hlítt honum í einu og öllu. Man ekki betur en ég hafi borðað allan ísinn sem hann var að selja í Sandfell og drukkið allan bjórinn sem hann var að selja hjá Sól/Víking.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?